Heimsmarkaðsverð á hráolíu (Crude Oil) í framvirku samningum á hrávörumarkaði í London er nú 90,73 dollarar á tunnu. Hefur verði lækkað frá opnun í morgun um 54 cent. Hæst fór verðið innan dagsins á þriðjudag, þegar það fór upp undir 93 dollara á tunnu.

Hjá WTI Crude Oil í New York er verðið þessa stundina í 88,69 dollar á tunnu en hefur farið hæst innan dagsins í 89,42 dollara.

Uppsveiflan á verðlagningu olíu þessa dagana skapast af miklum kuldum og snjókomu í álfunni. Búast má við að verð lækki talsvert um leið og veður fer að skána.