Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið í 81 dollara fyrir tunnuna og hefur ekki verið hærra í 4 ár. Hækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar samtaka olíuútflytjenda, OPEC, um að auka ekki framleiðslu. Financial Times segir frá .

Fulltrúar Sádí Arabíu, Rússlands og bandamanna þeirra, bæði innan og utan samtakanna, funduðu á sunnudaginn til að ræða kröfur Donalds Trump um framleiðsluaukningu. Útflutningur Íran er þegar farinn að dragast saman vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, sem taka eiga gildi í nóvember.

Olíutunnan hækkaði um rúma 2 dollara í morgun upp í ofangreinda 81 dollara, sem er 2,6% hækkun. Síðla árs 2014, þegar olíuverð var síðast svo hátt, var það á niðurleið vegna framleiðsluaukningar umfram eftirspurn.