Olíuverð hefur hækkað síðustu fimm daga og er Brent hráolíuverð nú komið í 79,2 dali á tunnu. Verðið hefur ekki verið hærra síðustu þrjú árin eða síðan í október 2018, samkvæmt WSJ .

Goldman Sachs hefur hækkað spá sína á Brent verðinu um 10 dali og gerir nú ráð fyrir að verðið nemi 90 dölum í lok árs. Fjárfestingabankinn segir merki um að eftirspurn eftir olíu sé að ná sér hraðar eftir Delta-afbrigði kórónaveirunnar en einnig hafi fellibylurinn Ida dregið úr framleiðslugetu og í Bandaríkjunum.

Aðildarríki Samtaka olíuframleiðenda (OPEC) hafa átt í erfiðleikum með að auka framleiðslu sína vegna vanfjárfestinga og töfum á viðhaldi vegna faraldursins, að því er kemur fram í frétt Reuters .

Þá mun hefur hin gríðarlega verðhækkun á jarðgasi einnig dregið upp verð á hráolíu, samkvæmt greiningu ANZ Research.