Brent Norðursjávarolía hefur lækkað um 13% það sem af er árinu. Verð á tunnu stendur nú í 49,52 Bandaríkjadölum en verðið hefur ekki farið undir 50 dali síðustu sex mánuði fyrr en í gær.

Framleiðslutölur frá Kína sendu verðið niður í gær en hrávöruverð hefur lækkað almennt að undanförnu vegna slakari efnahagshorfa í heiminum.

Brent Norðursjávarolía hefur lækkað um 22% frá því í lok júní í fyrra.