Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og fór verðið á tunnu af Brent Norðursjávarolíu niður fyrir 63 bandaríkjadali í viðskiptum gærdagsins. BBC News greinir frá málinu.

Lægra verð á olíu hefur ekki sést í rúm fimm ár, eða frá því í júlí árið 2009. Ástæðuna fyrir snarpri lækkun gærdagsins má rekja til skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær, en samkvæmt henni verður eftirspurn eftir olíu nokkru minni á næstu árum en ráðgert hafði verið.