Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í sex ár og olíubirgðir í Bandaríkjunum mælast nú 490,7 milljónir fata og hafa ekki verið meiri á þessum árstíma frá árinu 1930.

Verð á Brent Norðursjávarolíu er komið í 36,88 dali og verð á West Texas Intermediate er í 34,55 dölum samkvæmt Bloomberg.

Meðal annars af þessum sökum hefur Bandaríkjaþing samþykkt að aflétta banni á útflutningi á hráolíu, sem verið hefur í gildi síðustu fjörutíu ár, samkvæmt frétt BBC .