Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra síðan árið 2009, en verð á olíu hefur lækkað mikið það sem af er degi og á föstudag.

Lækkkun síðustu daga er að miklu leyti rakin til ákvörðunar Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) um að hækka framleiðslumark á olíu, en flestir bjuggust við að framleiðslumarkið yrðu lækkað. Ríki innan OPEC settu pressu á Sádí-Arabíu, stæsta framleiðandann innan samtakanna, að framleiðslumark yrði lækkað, en lágt olíuverð hefur haft neikvæð áhrif á efnahag þeirra landa sem reiða sig á olíuútflutning.

Verð á Brent hráolíu hefur lækkað um 5,3% í viðskiptum dagsins og er nú 40,73 Bandaríkjadalir á tunnuna.

Sérfræðingar hafa bent á að ástandið núna sé keimlíkt því ástandi sem var á árunum 1997-1999. Þá tapaði OPEC stjórn á framleiðslu á olíu og olíuverð fór undir 10 dali á tunnu. Í kjölfarið hækkaði olíuverð þó yfir 150 dali á tunnuna árið 2008.

© vb.is (vb.is)