Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra síðan í lok júlí árið 2016 eftir að hafa lækkað um tæplega 10% í viðskiptum gærdagsins sem komu í kjölfar þess að OPEC ríkin gátu ekki komið sér saman um að draga úr framleiðslu á olíu til að bregðast við minni eftirspurn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkvæmt frétt BBC var um að ræða mestu lækkun á olíuverð á einum degi frá því haustið 2008.

Verð á brent hráolíu stendur nú í 45,27 dollurum á tunnuna og hefur lækkað um 22% frá því 21. febrúar síðastliðinn. Þá hefur verðið lækkað um 31% frá áramótum og um 35% frá árshámarki sínu þann 6. janúar.