*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 24. október 2018 08:32

Olíuverð fellur eftir yfirlýsingu Sáda

Heimsmarkaðsverð olíu féll um tæp 5% í gær eftir yfirlýsingu orkumálaráðherra Sádí-Arabíu um aukna framleiðslu.

Ritstjórn

Heimsmarkaðsverð á olíu féll töluvert í gær og hefur ekki verið lægra í 2 mánuði. Brent-hráolía lækkaði um tæp 5% og stendur nú í um 76 dollurum á tunnu.

Wall Street Journal segir helstu ástæðurnar vera yfirlýsingu orkumálaráðherra Sádí-Arabíu, Khalid al-Falih, á mánudag um að olíuríkið hyggist auka framleiðslu, og væntingar um að hægja muni á hagvexti í heiminum.

Verðfallið markar viðsnúning eftir miklar hækkanir á fyrri hluta mánaðarins vegna fallandi olíuframleiðslu Írans og mikillar eftirspurnar.

Olíuverð hafði ekki verið hærra í 4 ár þegar það stóð hæst fyrr í mánuðinum, en frá því hefur hráolía nú fallið um 13%.

Stikkorð: Olía Sádí-Arabía