Heimsmarkaðsverð á Brent Norðursjávarolíu heldur áfram að lækka og kostar tunnan nú 77,5 bandaríkjadollara. Á einum mánuði hefur verðið fallið um tíu dollara og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. BBC News greinir frá þessu.

Eftirspurn eftir olíu hefur farið minnkandi að undanförnu og frá því í júní hefur verðið fallið um 30%. Verðlækkunin í gær kom í kjölfar frétta á því að aðildarríki OPEC hygðust ekki draga úr framleiðslu.

Aðildarríkin tólf munu koma saman í lok mánaðarins til þess að ræða stöðuna á heimsmarkaði.