Olíuverð tók stök upp á við í dag eftir rússíbanareið liðinna daga. Glímur ríkja í Miðausturlöndum, samkomulag um að draga úr heimsframleiðslu og aðgerðarpakkar stjórnvalda hafa létt brúnina á fjárfestum.

Brent-hráolía hafði hækkað um 1,89 dollara, eða 9,3%, um miðjan dag í dag. Olía vestanhafs hækkaði síðan um 3,43 dollara eða um fjórðung og stendur nú í rúmum 17 dollurum.

Hækkunin í dag fylgdi í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét hafa eftir sér að hann hefði fyrirskipað að bandarísk herskip ættu að skjóta á írönsk olíuskip sem yrðu til vandræða á Persaflóa. Íran hefur svarað með svipuðum yfirlýsingum.

Samdráttur í framleiðslu hefur einnig haft áhrif. Kúveit hefur til að mynda nú þegar dregið úr framleiðslu hjá sér þótt að samkomulag olíuríkja þess efnis taki ekki gildi fyrr en um næstu mánaðarmót. Samkvæmt samningunum munu ríki heimsins minnka framleiðslu um tíu prósent af núverandi heimsframboði.

Greinendur hafa enn áhyggjur af eftirspurn eftir olíu í kjölfar ferðabanna sem fylgt hafa veirufaraldrinum. Um skeið í vikunni fór verð á tunnuna vestanhafs niður fyrir núll þegar menn reyndu að losa sig við olíu þar sem geymslupláss var uppurið. Ólíklegt er talið að það endurtaki sig.