Heimsmarkaðsverð olíu hefur hækkað um 4% síðastliðinn sólarhring í kjölfar fregna af andláti Qasem Soleimani hershöfðingja, valdamesta herforingja íranska hersins, sem var meðal látinna í loftárás Bandaríkjahers í Írak.

Aðrir eignaflokkar sem taldir eru öruggir hafa einnig hækkað, en atvikið hefur aukið spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Írans verulega, sem þó voru ekki með besta móti fyrir.

Hráolía hækkaði um 3% í rúma 68 bandaríkjadali á tunnu í morgun, sem er mesta hækkun innan dags í mánuð. Þá hækkaði gullverð um tæpt prósent, og hefur ekki verið hærra í fjóra mánuði. Bandarísk, bresk og þýsk ríkisskuldabréf hækkuðu einnig í verði.

Hinn 62 ára gamli hershöfðingi – sem hefur farið fyrir hernaðaraðgerðum Íran í miðausturlöndum – fórst á Baghdad-flugvelli ásamt hersveitum á svæðinu sem notið hafa stuðnings íranskra yfirvalda.

Umfjöllun Financial Times um eigna- og hrávörumarkaði .

Umfjöllun BBC um Soleimani .