Olíuborpallur
Olíuborpallur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Verð á hráolíu hefur hækkað í dag og stendur framvirka verðið á WTI-olíu, sem er olía frá svæðunum í kringum Mexíkóflóa, í 82,3 dollurum á tunnuna og hefur hækkað um 3,78% þar sem af er degi. Þá stendur verð á hráolíu af Brentsvæðinu í Norðursjó í 106,26 dollurum á tunnuna og hefur hækkað um 3,6%. Í gær fór verðið á Brent hráolíu niður undir 100 dollara á tunnuna.