Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í apríl nk. hækkaði mikið við opnun viðskipta í dag og nálgaðist 120 dali á tunnu. Verð lækkaði þó fljótlega aftur.

Nokkur ótti ríkir á mörkuðum vegna ástandsins í Líbýu, tólfta stærsta olíuútflytjanda heims, og hafa hlutabréfavísitölur lækkað í viðskiptum í dag. Þá hefur gengi svissneska frankinn styrkst gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er það talið vera vegna þess að fjárfestar leita nú í öruggt skjól með fjármuni sína.

Dagleg olíuframleiðsla í Líbýu hefur dregist saman um 1,2 milljónir tunna, að því er Reuters hefur eftir sérfræðingi. Við venjulegar aðstæður hefur dagleg framleiðsla verið um 1,6 milljónir olíutunna.

Mikir átök hafa geyst í landinu undanfarna sólarhringa og þau farið harðnandi. Muammad Gaddafi, einræðisherra í Líbýu, hefur misst yfirráð yfir olíuríkum landsvæðum í austurhluta landsins. Hann hefur hingað til neitað að fara frá völdum.