Olíuverð heldur áfram að jafna sig, eftir að heimsmarkaðsverð fór niður í lægsta gildi síðan árið 2004. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur nú hækkað fjóra daga í röð.

Verð á Texas hráolíu hefur hækkað um 32 sent það sem af er degi og er nú 37,82 Bandaríkjadalir á tunnuna. Þetta er mesta hækkun á Texas hráolíu síðan í október, en minnkandi birgðastaða er talin eiga hluta í hækkun verðsins. Verð á Brent hráolíu hefur hækkað um 30 send og er nú 37,66 dalir, en verðið á Brent hefur lækkað um 35% á árinu.

Lækkandi olíuverð undanfarið hefur haft áhrif á verðbólguspár um allan heim, dregið úr lánskostnaði ríkja. Telja sérfræðingar því auknar líkur á auknum aðgerðum frá Seðlabanka Evrópu. Þetta hefur haft jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði í Evrópu, en blue-chip vísitalan í Bretlandi hækkaði um 0,3%, IBEX vísitalan á Spáni hækkaði um 0,7%.