Olíuverð hækkaði um 3% á fimmtudag í kjölfar ummæla orkuumálaráðherra Sádi Arabíu um mögulegar aðgerðir til að koma á stöðugra verðlagi. Einnig hafði áhrif á hegðun markaðarins að alþjóðlega orkustofnunin (IEA) spáir því að markaðir með hráolíu muni dragast saman á seinni hluta ársins.

Orkumálaráðherrann Khalid al-Falih sagði að meðlimir OPEC og aðrir olíuframleiðendur myndu ræða stöðuna á markaðnum, þar á meðal mögulegar aðgerðir til að koma á stöðugra olíuverði, á óformlegum fundi samtakanna í Alsýr, milli 26. og 28. september næstkomandi.

Markaðurinn tók við sér í kjölfarið og höfðu framvirkir samningar á olíu  hækkað um 3% að meðaltali á Brent hráolíu og West Texas hráolíu í dag. Samt sem áður telja margir fjárfestar telja að á fundinum verði endurtekning á því sem gerðist á fundinum í Doha í apríl þegar ekki náðist samkomulag eftir að Sádi Arabía vildi ekki semja nema Íran yrði með í framleiðslufrystingunni.

Orkumálastofnunin spáir því að eitthvað muni draga úr olíubirgðum í heiminum á næstu mánuðum, og muni það hjálpa til við að draga úr því offramboði sem hefur verið í gangi síðan 2014.

Samt sem áður spáir orkustofnunin því að eftirspurn verði minni á árinu 2017 en áður hafði verið spáð.