Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað það sem af er degi eftir að ráðherrar orkumála Rússlands og Sádí-Arabíu hittust á fundi í dag í Katar. Á fundinum var rætt um framboð á olíu, en þetta hefur verið talið auka líkurnar á því að ríkin muni eiga í samstilltu átaki um að draga úr framleiðslu á olíu.

Verð á Brent hráolíu hækkaði um 1,9 dal á tunnuna og er nú 35,29 dalir. Olíuverð hefur lækkað um 70% frá því í júní 2014 og sérfræðingar telja að það muni haldast lágt nema dregið verði verulega úr framleiðslu. Olíuframleiðsluríki, s.s. OPEC ríkin og Rússland hafa ekki viljað draga úr framleiðslu á olíu til að eiga ekki á hættu að missa markaðshlutdeild sína.