Heimsmarkaðsverð á hráolíu er tekið að hækka á ný eftir að hafa lækkað ört undanfarna daga. Það sem af er degi hefur verð á tunnu af olíu á Brentsvæðinu í Norðursjó hækkað um hálft prósent, en það hækkaði um nær 4%  í gær. Svipaða sögu er að segja af svokallaðri WTI-olíu af svæðunum kringum Mexíkóflóa. Hún hækkaði um 4,5% í gær og hefur hækkað um rúmlega prósent það sem af er degi.

Tunna af Brentolíu kostar nú 107,2 dali en WTI-olíu 83,8 dali.