Verð á olíu á heimsmarkaði hefur hækkað sjö daga í röð, sem er lengsta sífellda hækkun síðan í byrjun árs 2010. Útlit er fyrir að þriðju vikuna í röð hækki verð á olíu.

Samkvæmt frétt Bloomberg um málið líta fjárfestar einkum til veiks efnahagsbata Í Bandaríkjunum og Þýskalandi, sem leiði til ferkari eftirspurnar eftir olíu. Þá er ástandið eldfimt í Íran og óljóst þykir hvert framlag ríkisins verður á næstu misserum.