Olíuverð hefur ekki verið hærra í níu mánuði. Ástæðan vaxandi áhyggjur af stöðunni í Írak.

Herskáir íslam­istar í Írak hafa á síðustu dögum fikrað sig í átt að Bagdad.

Á þriðju­dag náðu þeir Mos­ul, ann­arri stærstu borg lands­ins á sitt vald, og á miðvikudag náðu þeir Tík­rit, fæðing­ar­borg Sa­dams Hus­sein. Tíkrit er aðeins í 150 kíló­metra fjarlægð frá Bagdad.

Norðursjávarolía hefur hækkað um 3% í dag, í 113,27 dali tunnan.