Olíuverð hefur hækkað í morgun. Brent olía hefur hækka um tæp 2%.

Hlutabréf í Kína hækkuðu í nótt. Hang Seng Index, helsta vísitalan í kauphöllinni í Hong Kong, hækkaði um 5,2%.

Kínverska CSI 300 hækkaði um 3,1% og China Shanghai Composite (SSE) hækkaði um 2,31%.

Hækkanirnar eru til marks um að fjárfestar séu vongóðir um að sóttvarnaaðgerðir í Kína verði endurskoðaðar í kjölfar mikilla mótmæla í landinu.

Þótt fjárfestar séu vongóðir um að sóttvarnarreglur verði rýmkaðar þá er ekki enn neitt sem bendir til þess. Xi forseti Kína er ekki vanur að gefa mikið eftir en mótmælin beinast nú persónulega að honum.