*

miðvikudagur, 23. september 2020
Erlent 9. apríl 2020 15:18

Olíuverð hækkar

Olíuverð hækkaði um 3% vegna væntinga um að stórir framleiðendur ákveði að minnka framleiðslu.

Ritstjórn
epa

Olíuverð hefur hækkað í kjölfar fregna um að stórir olíuframleiðendur hafi skipulagt fund þar sem talið er að rætt verði um að minnka olíuframleiðslu vegna áhrifa kórónuveirunnar á eftirspurn eftir olíu. BBC greinir frá.

Verð Brentolíu hækkaði um 3% í kjölfar þessara fregna, upp í 33.95 dollara á tunnu. Vonast er til að ákveðið verði að minnka olíuframleiðslu um 15 milljónir tunna á dag á heimsvísu á fundinum.

Framleiðendur sem eru hluti af hinum svokallaða Opec+, funduðu í gegnum fjarfundabúnað í dag. Meðlimum hópsins tókst ekki að koma sér saman um að minnka olíuframleiðslu í byrjun mars og í kjölfarið lækkaði olíuverð gífurlega í mánuðinum. Verðstríð milli Rússa og Sádí Araba hefur þvert á móti orðið til þess að olíuframleiðendur hafa aukið framleiðsluna, með fyrrgreindum afleiðingum.

Stikkorð: olía verð