Verð á hráolíu hefur farið hækkandi í viðskiptum síðustu fjóra daga. Verð hefur ekki hækkað svo marga daga í röð síðan í desember. Aukinn átök í Mið-Austurlöndum og Afríka ýta undir verðhækkanir.

Talið er að hagnaður olíufélaga geti orðið meiri í ár heldur en hann var á metárinu 2008. Olíufélög birta ársfjórðunguppgjör sín fyrir fyrsta ársfjórðung á næstu vikum. Verð á hráolíu var að meðaltali um 100 dollarar fyrir tunnu á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða um 20% hærra verð en fyrir ári. Wall Street Journal segir að vegna hærra verðs er talið að tekjur Exxon Mobil verði um 50% meiri og um 33% hærri hjá Chevron og ConocoPhillips.