Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í morgun í rafrænum viðskiptum en tunnan af olíu af Brentsvæðinu í Norðursjó kostar nú 107,8 dali og hefur hækkað um 1,3%. Tunnan af WTI-olíu, sem unnin er úr jörðu á svæðinu umleikis Mexikóflóa, kostar 98,7 dali og hefur hækkað um 2% það sem af er degi.

Ekki er ósennilegt að hækkunin skýrist, líkt og hækkanir á hlutabréfamörkuðum, af góðum sölutölum bandarískra verslana um helgina. Markaðurinn leitar víða haldreipa.