Olíuverð í dag er 15% hærra en það var í upphafi árs, er fram kemur í markaðspunktum Greingardeildar Arion banka. Þar segir að hækkanirnar hafi verið drifnar áfram af auknum hagvexti og óvissu á framboði olíu vegna pólitísks óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Verð þessa árs hefur að meðaltali verið um 111 dollarar á tunnu sem er rúmlega 30% hærra en meðaltal síðasta árs. Verðið hefur hæst farið í 126 dollara á tunnu og er í dag um 110 dollarar á tunnu.

Olíverð hefur lækkað um tæp 10% á síðustu tveimur vikum einna helst vegna þess ákvörðunar IEA um að losa auknar birgðir á markað til að koma til móts við minna framboð frá Líbýu.