Verð á hráolíu hefur lækkað lítillega það sem af er degi og fari sem horfir lýkur vikulöngu hækkunarskeiði olíuverðs á heimsmarkaði en olían hefur hækkað stanslaust frá síðasta þriðjudegi og hefur verð á olíu af Brentsvæðinu í Norðursjó hækkað um 9,3% á þessari viku. Verð á WTI-olíu hefur hækkað enn meira, um 12,9% á einni viku.

Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um hálft prósent og kostar 108,4 dali á tunnu en tunnan af WTI-olíu kostar 84,9 dali og hefur lækkað um 0,6%.