Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað fjóra daga í röð. Þannig kostar tunnan af Brent hráolíu nú aðeins um 48 dali.

Þrátt fyrir að verð á olíu hafi lækkað mikið undanfarið ár hafa framleiðendur hins vegar ekki viljað draga úr framleiðslunni. Þannig jókst fjöldi olíuborpalla um 1% í síðustu viku, og birgðir í Bandaríkjunum standa nú í 90 milljónum tunna á fimm ára árstíðabundnu meðaltali.

Nú er útlit fyrir að verðið muni jafnvel haldast lágt næstu árin, samkvæmt frétt Wall Street Journal , og því líklegt að olíurisarnir muni halda að sér höndum á næstunni í nýfjárfestingum og rannsóknarverkefnum.