Heimsmarkaðsverð á oliu heldur áfram að lækka. Verð á Brent hráolíu hefur lækkað um rúmlega 5% í viðskiptum dagsins og er nú 32,2 bandaríkjadalir á tunnuna. Verð á Texas hráolíu lækkaði einnig um yfir 5% og stendur nú í 32,2 dölum. Viðskipti með bæði Brent og Texas hráolíu lækkaði meira en lokagildi dagsins segir til um, en olíuverð jafnaði sig þegar leið á daginn.

Miklar verðlækkanir dagsins er að hluta til raktar til mikillar birgðastöðu og áframhaldandi of-framleiðslu á olíu. Einnig er talið að verðfall á hlutabréfamörkuðum í Kína, sem endaði í því að mörkuðum var lokað 30 mínútum eftir opnun, eigi sinn hlut í lækkandi olíuverði.

Offramleiðsla á olíu er nú talin vera um milljón tunnur á dag en ólíklegt er talið að dregið verði úr framleiðslu á næstunni.  Olíuverð hefur nú lækkað um það bil 70% síðan í júlí 2014..