Verð á olíu á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra síðan í júní á síðasta ári sökum aukinnar spennu um kjarnorkuáætlun Írans. Olíumálaráðherra Írans hefur hætt sölu á olíu til breskra og franskra fyrirtækja.

Íranir halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé friðsöm en kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að Íran hafi reynt fyrir sér í þróun kjarnorkuvopna.

Fata af hráolíu kostnar núna 105,01 Bandaríkjadali samkvæmt vef BBC.