Eins og greint var frá í morgun hefur olíuverð lækkað mikið undanfarið og lækkaði við upphaf viðskipta. Olíuverð hefur haldið áfram að lækka það sem af er degi, en verðið er nú komið undir 28 dali á tunnu í fyrsta skipti síðan árið 2003.

Olíuverð er nú komið undir fyrir 28 dali, en það hefur lækkað um rúmlega 2% það sem af er degi. Verðið á Brent hráolíu er nú 27,67 dalir á tunnuna. Verðið lækkaði alls um 14% í síðustu viku. Verð á Texas hráolíu er nú 28,36 dalir á tunnuna.

Lækkun olíuverð í dag er að einhverju leyti tengd endurkomu Íran á alþjóðlega olíumarkaði og aukið offramboð á olíu sem mun líklega fylgja í kjölfarið. Á milli 19 og 24 fullhlaðin olíuflutningaskip bíða þess að sigla úr höfn í Íran og því líklegt að innkoma landsins muni hafa fljótlega áhrif.

Áður en að lagðar voru efnahagsþvinganir á landið framleiddi það um 2,5 milljón tunna á dag, en á meðan því stóð var framleiðslan lækkuð í 1 milljón tunna á dag. Áætluð framleiðsla Íran mun undir lok árs vera komin upp í 2 milljón tunnur á dag, að sögn rikisstjórnar landsins.