Hráolíuverð er komið yfir 90 dali á tunnu í fyrsta skipti í sjö ár. Þetta kemur fram í frétt Reuters . Brent hráolía, sú olía sem Evrópubúar nota, hefur hækkað um meira en 18% á árinu. Verð á Brent olíu stendur nú í rúmum 92 dölum á tunnu.

Hin bandaríska WTI hráolía, sem er að mestu leyti framleidd í Texas ríki, hefur hækkað um 22% á árinu og stendur í rúmum 91 dölum á tunnu. Greiningaraðilar segja hækkunina mega rekja til áhyggna af hríðarbyli sem gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna og gæti haft neikvæð áhrif á olíuframleiðslu í Texas. Mikil snjókoma og hvassvirði hefur gert það að verkum að þúsundum flugferða hefur verið aflýst og hundruðir þúsunda Bandaríkjamanna lent í rafmagnsleysi.

Goldman Sachs spá því að hráolíuverð muni fara upp fyrir 100 dali á tunnu á þriðja ársfjórðungi á þessu ári, nema mikil aukning verði á framboði af hráolíu.