Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í gær eða um 8,5% eftir mikla verðhækkun fyrri hluta vikunnar. Samtals hafði verðið hækkað um rúm 25% þrjá daga þar á undan.

Hækkanir síðustu daga komu í kjölfar frétta um að OPEC ætlaði sér að grípa til aðgerða vegna lækkandi olíuverðs og draga úr framleiðslu. Hins vegar birtust tölur í gær um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hefðu hækkað sem varð til þess að verðið lækkaði aftur.

Þá hefur verðið áfram farið lækkandi í dag. Kostar tunnan af Brent hráolíu til afhendingar í nóvember nú 48,6 krónur og hefur lækkað um 1,8% það sem af er degi.