Brent Norðursjávarolía hefur lækkað áfram í morgun, eftir 11% lækkun í síðustu viku.

Olían hefur farið lægst í viðskiptum í dag í 36,33 dali tunnuna. Olíuverð fór lægst í fjárkreppunni í desember 2008. Þá fór verðið niður í 36,2 dali tunnuna í viðskiptum innan dags, en endaði í 36,61 dölum.

Leita þarf langt aftur í tímann til að finna lægra verð en í desember 2008, eða aftur til 2004.

Gas hefur einnig lækkað og líklegt er að aðrir orkugjafar fylgi eftir.