Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu hefur lækkað um 3,8% á markaði í dag og kostar nú um 109,3 dollara samkvæmt gagnaveitu Bloomberg. Verð á bensíni hefur einnig lækkað mikið og er verð á framvirkum samningum á galloni af bensíni nú um 2,83 dollara. Lækkunin nemur 4,3% í dag.

Markaðir hafa sveiflast niður á við í dag vegna ástandsins í Japan og ógnar sem stafar af kjarnorkuverum sem eyðilögðust í jarðskjálftanum. Nikkei vísitalan lækkaði um rúmlega 10%. Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við með því að auka

Lækkun í evrópskum kauphöllum nemur á bilinu 2-4% í dag og þá stefnir í að lækkunin verði svipum við opnun markaða vestanhafs.