Olíuborpallur
Olíuborpallur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað lítillega í dag. Það sem af er degi hefur verð á tunnu af olíu á Brentsvæðinu í Norðursjó lækkað um 0,21%. Þá hefur WTI-olía af svæðunum kringum Mexíkóflóa lækkað um 0,30% það sem af er degi.

Tunna af Brentolíu kostar nú 111,64 dali en af WTI-olíu 87,01 dali.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í gærkvöldi enda mikill léttir vestanhafs að fellibylurinn Irene olli ekki meira tjóni en raun ber vitni.