Olíuverð lækkaði um meira en 1% í dag en verðið hefur lækkað um meira en 3% undanfarið í kjölfarið á því að opinber gögn í Bandaríkjunum sýndu mikla aukningu á olíubirgðum.

Bretn hráolíuverð lækkaði um 1,3% og stendur nú í 63,53 dollurum á tunnu. U.S. Texas Intermediate hráolíuverð lækkaði um 1,7% í 56,63 dollara á tunnu.

Olíubirgðir hækkuðu um um 3,6 milljónir tunna miðað við væntingar greiningaraðila Reuters sem gerðu ráð fyrir 925.000 tunna lækkun.

Frétt Reuters um málið.