Olíuverð lækkaði í dag en viðskiptin voru ekki veruleg, talið er að ástæðan fyrir svo litlum viðskiptum sé að í dag er 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á fréttavef Reuters .

Brent hráolíuverð lækkaði um 0,39% í 63,57 dollara á tunnu í dag. Gögn sýna fram á að birgðar af hráolíu í Bandaríkjunum séu að minnka minna heldur en talið var og eru uppi áhyggjur af heimshagkerfinu.

West Texas hráolíuvísitalan lækkaði um 0,58% í 57,01 dollara á tunnuna í dag.