Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á mörkuðum gær og svo virðist sem lækkunin hafi haldið áfram í viðskiptum í Asíu í nótt. Þannig lækkaði verð á olíu úr Mexíkóflóa um 1,7 dali/tunnu í gær og aðra 1,7 dali í nótt og er verðið nú komið niður í 101,05 dali eftir að hafa náð 105,4 dölum á mánudag.

Svipaða sögu er að segja af olíu af Brentsvæðinu í Norðursjó. Tunnan af henni lækkaði í gær um 50 sent en í nótt nam lækkunin 2 dölum og kostar tunnan nú 113,12 dali en á mánudag kostaði tunnan af Brent-olíu 115,4 dali og í lok síðustu viku var verðið nær 116 dalir.

Verð á framvirkum samningum með bensín hefur einnig farið lækkandi og kostar bandarískt gallon nú 2,9888 dali eftir að hafa lækkað um rúmlega 1% í nótt.