Vaxandi áhyggjur af efnahagsástandi heimsins og hætta á minnkandi eftirspurn við hækkandi olíuverð, hefur leitt til lækkana á olíuverð á heimsmörkuðum í dag. Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu fór í fyrsta sinn í tvær vikur undir 120 dali.

Í frétt Reuters segir að væntingar um að Grikkland þurfi endurskipuleggja skuldir sínar hafi haft áhrif á olíumarkaðinn. Þá hefur ákvörðun Standard & Poor's um að breyta horfum á lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna einnig áhrif til lækkunar. Samtök olíuframleiðenda (OPEC) telja þó ekki líklegt að olíverð fari niður fyrir 100 dollara á tunnu á þessu ári, þrátt fyrir að enginn skortur sé á markaði.