Áhyggjur fjárfesta af efnahagsástandi á Spáni halda áfram að hafa áhrif á mörkuðum. Olíuverð hefur lækkað í dag og er komið niður fyrir 103 dollara á tunnu. Verð Brent hráolíu hefur lækkað um 3,7% og stendur nú í 102,7 dollurum á tunnu. Verð á olíu í New York fór niður um 3,74 dollara og stendur í 88,09 dollurum.

Fjárfestar eru sagði selja áhættusamari eignir af ótta við að Spánn, fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins, muni neyðast til að leita á náðir lánadrottna.

Við opnun markaða í morgun lækkuðu bréf alls staðar í Evrópu og sama má segja um Asíumarkaði í nótt.