Alþjóða orkustofnunin (International Energy Agency) spáir því að eftirspurnarvöxtur eftir olíu muni minnka úr 1,2 milljón tunnum á dag árið 2016 úr þeim 1,4 milljón tunnum sem hún spáir fyrir árið í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegri markaðsskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag.

Verðið á Brent Norðursjávarolíu féll skarpt á síðasta ári og fór frá því að vera 115 dollarar á tunnu í 45 dollara á tunnu í janúar á þessu ári. Verðið er í dag í kringum 59 dollara á tunnu.

Þá segir í skýrslunni að framboð á olíu á heimsvísu hafi vaxið um 550.000 tunnur á dag í síðasta mánuði. Var hún í heildina um 96,6 milljón tunnur á dag sem er 3,1 milljón tunnum meira en árið áður. Gert er ráð fyrir því að framboð muni minnka í löndum utan OPEC á næsta ári en OPEC löndin áttu 60% af framboðsvexti mánaðarins.