Heimsmarkaðsverð á Norðursjávarolíu hefur snarhækkað eftir að Íranar hættu að selja breskum og frönskum fyrirtækjum hráolíu. Um tíma fór verðið í rúman 121 dal á tunnu fyrir hádegið. Annað eins verð hefur ekki sést síðan í júní í fyrra.

Bann við sölu á hráolíu til Evrópusambandsríkjanna tekur gildi í júlí og hafa mörg ríki dregið úr olíuinnflutning af þeim sökum.

Íran er í öðru sæti á lista yfir umsvifamestu olíuríki innan Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC).