Heimsmarkaðsverð á olíu hefur heldur lækkað í morgun eftir miklar hækkanir í gær, en um tíma í gærkvöldi hafði það ekki verið jafn hátt síðan í júlí 2008.

Ástæðan fyrir hækkuninni voru fregnir um að eldur hafi kviknað í olíuleiðslu í Sádí-Arabíu. Var jafnvel talað um að ráðist hafi verið á olíuleiðsluna. Við það hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu upp úr öllu valdi á markaði í Lundúnum í gær. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa nú dregið þessar fréttir til baka.