Lífsbjörg var þegar ráðist var á tvö olíuflutningaskip í Persaflóa í dag. Skipin stórskemmdust en öllum úr áhöfnum skipanna var bjargað í bandarískt herskip.

Olíuverð rauk upp um nær 5% í kjölfar frétta af árásinni sem hefur aukið mjög á áhyggjur um að frekari átök kunni að brjótast út á svæðinu, en vaxandi spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda Íran og Bandaríkjanna. Árásin skyggði á opinbera heimsókn forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, til Íran, en tilgangur ferðarinnar var að liðka fyrir samskiptum Íran og Bandaríkjanna.