*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Erlent 12. desember 2016 08:34

Olíuverð rýkur upp

Verð á hráolíu hefur hækkað talsvert í kjölfar þess að Sádí-Arabar gáfu til kynna að þeir myndu minnka framleiðslu.

Ritstjórn
epa

Olíuverð hefur ekki verið hærra síðan í júlí í fyrra. Það hækkaði mikið í kjölfar þess að Sádí-Arabar gáfu til kynna að þeir myndu minnka framleiðslu meira en samkomulag OPEC ríkjanna gerði ráð fyrir. Einnig ákváðu olíuframleiðendur utan OPEC að minnka framleiðslu - undir leiðsögn Rússa. Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Framleiðsla ríkjanna utan OPEC hafa samþykkt að minnka framleiðslu um hálfa milljón tunna hvern dag. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2001, eða í fimmtán ár, sem að ríki utan OPEC ná samkomulagi.

Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádí-Araba, sagði í fyrradag að ríkið myndi minnka talsvert við framleiðslu umfram það sem að OPEC ríkin hafa samið um.

Vísitölur hráolíuverðs hefur hækkað um 5,8 prósent í New York og 6,6 prósent í London. Hráolíuverð í New York hafa hækkað um 20 prósent síðan OPEC ríkin náðu samkomulagi. Haft er eftir greiningaraðila að skilaboð markaðsins væru nokkuð skýr, markaðurinn vill að framleiðendur nái jafnvægi á markaðnum.

West Texas vísitalan fyrir hráolíu hafði hækkað um 2,5 dollara og er fatið því á 54 dollara. Vísitalan fyrir Brent hráolíu hafði hækkað um 2,41 dollara upp í 56,74 dollara á fatið.

Stikkorð: OPEC Sádí-Arabía Hráolía verð