Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur haldist stöðugt í morgun eftir talsverða hækkun í gær. Olía af Brentsvæðinu í Norðursjó hefur lækkað um 0,15% það sem af er degi og kostar tunnan nú 117,67 dali en í gær hækkaði tunnan um 1 dal, 0,9%. Þá hefur olía af svæðinu umhverfis Mexíkóflóa (WTI) hækkað um 0,2% og kostar nú 100,95 dali/tunnu. Í gær hækkaði WTI-olían um 1,16%.