Verð á Brent hráolíu féll um 7% í dag í 46 dollara á tunnu. Olíuverð hefur lækkað um 30% frá áramótum en þá kostaði tunnan ríflega 66 dollara. Verðið hefur ekki verði lægra frá júní 2017

Verðfallið í dag varð eftir að greint var frá því að Rússar myndu ekki taka þátt í samkomulagi OPEC ríkjanna um að draga úr olíuframleiðslu til að stuðla að því að olíuverð færi að hækka á ný. Rússar segjast einungis tilbúnir að draga úr framleiðslu ef OPEC ríkin gangi lengra en þau hafa sagst tilbúin að gera hingað til

OPEC hefur kallað eftir því að olíuframleiðsla verði dregin saman um 3,6 miljónir tunna á dag eða um 3,6% af heildarframleiðslu olíu í heiminum. Það byggir þó á að ríki hliðholl OPEC spili með. OPEC ríkin segjast ekki tilbúin að draga úr framleiðslu nema Rússar og önnur ríki taki þátt.

Ef áform OPEC gengju eftir yrði þetta mesti skipulagði samdráttur í olíuframleiðslu frá heimskreppunni 2008 þegar OPEC ríkin drógu úr framleiðslu sem nam 4,2 milljónum tunna á dag.

Goldman Sachs spáir því í gær að tunnan yrði komin í 45 dollara í apríl.