Eftir að hafa hríðlækkað svo mánuðum skiptir hefur verð á olíu heldur betur tekið við sér aftur síðustu þrjá daga. Síðasta föstudag kostaði tunnan af Brent Norðursjávarolíu um 45 Bandaríkjadali, en síðan þá hefur verðið hækkað um nær 20% og kostar tunnan í dag um 56 dali.

Nokkrar kenningar eru uppi um hvað valdi þessari hækkun, en líklega má þó skrifa hana á minni heildarframleiðslu, en síðasta föstudag dró verulega úr framleiðslunni í Bandaríkjunum þegar fjölmargir borpallar voru óvirkir. Ekki er hins vegar séð fram á að hækkunin verði mikið meiri á næstunni nema olíuframleiðendur dragi enn meira úr framleiðslunni.