Olíuverð á heimsmarkaði er það lægsta síðan í nóvember 2013 og kostar nú tunnann 62 pund eða um 12 þúsund krónur. Í júlí mældist olíuverð það hæsta í níu mánuði. Hækkunin var rakin til átaka í Írak.

Lækkunin á olíuverði hefur leitt til aukinnar eftirspurnar frá ríkum löndum. Írak áætlar að flytja út 2,4 milljónir tunna á dag í september sem er 200 þúsund tunnu hækkun milli ára.

Í skýrslu Alþjóða orkuráðsins segir að ótrúlegt sé hvað olíuverð hafa lítið sveiflast í kringum átökin í Úkraínu og Írak. Menn eru að nýta sér aðrar auðlindir meðal annars í Bandaríkjunum, Líbýu og Sádí Arabíu.