Olíuverð hefur verið að stíga á alþjóðamarkaði síðustu daga eftir smá lækkanir í byrjun vikunnar. Hjá Brent í London er verðið nú skráð 74,23 dollarar, en 70,67 dollarar hjá WTI á NYMEX í Bandaríkjunum.   Í morgun hefur verðið á hrávörumarkaðnum í London farið hæst í 75 dollara tunnan sem gefur vísbendingar um væntingar spákaupmanna. Í gær var verðið í London 73,94 dollarar á tunnu. Verðið í New York hefur farið hæst í 71,60 dollara í morgun.